Aðstaðan

Ungbarnasund Hrundar er kennt í Grensás endurhæfingarlauginni við Álmgerði. Klefarnir eru rúmgóðir og aðstaða við sundlaugina er öll til fyrirmyndar. Átta skiptiborð eru við laugina ásamt barnastólum. Heitir pottar er við hliðina á lauginni sem hægt er að fara í eftir tímana. Pottarnir eru 37 og 39 gráður. Hitastig laugarinnar er um 33 gráður sem telst æskilegt hitastig fyrir ungbarnasund og lofthiti er milli 25-30 gráður.

Hér er linkur inná staðsetningu laugarinnar.

http://ja.is/kort/?q=Landsp%C3%ADtali%20Grens%C3%A1s%2C%20Grens%C3%A1svegi%2062&x=359663&y=405726&z=8&type=map