Námskeið

Námskeiðið:

- Hvert námskeið er 8 skipti og er hver tími 40 mínútur. Tíminn byggist á mismunandi æfingum þar sem mestu skiptir að allir hafi gaman og njóti sín. Námskeiðið kostar 19.000 kr og er innifalið í verðinu ofan í laugina fyrir báða foreldra.

- Námskeiðin eru á sunnudögum. Tímarnir eru frá klukkan 9:50 – 14:15 og hvet ég alla til að vera stundvísa til að tíminn nýtist sem best.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

- Taka þarf með handklæði handa barninu og koma með sundföt sem liggja þétt að lærum barnsins. Það skiptir ekki máli hvort barnið er í sundbleyju eða sundfötum.

- Barnið þarf að vera vel nært áður en það kemur í sund og það er gott að hafa meðferðis pela ef barnið er ekki ennþá á brjósti. Einnig er gott að hafa með snuð ef barnið notar það.

- Ef þið komist ekki í tímann er gott að láta mig vita með tölvupósti eða hringja.

- Ef barnið hefur verið veikt lengi er gott að ráðfæra sig við lækna áður en komið er aftur í sund.

- Mikilvægt er barnið sé aldrei skilið eitt eftir á skiptiborðinu.

- Sérstaklega yfir vetrartímann er mikilvægt að klæða börnin vel rétt áður en farið er út. Ekki klæða þau of mikið meðan þau eru inni svo þeim verði ekki of heitt.

Aðrar upplýsingar:

- Ættingjum og vinum er velkomið að koma og horfa á tíma. Stólar eru við laugina.

- Til að ró og næði sé á námskeiðinu vil ég helst ekki að systkini yngri en 9 ára komi með ofan í laugina en þau mega að sjálfsögðu horfa á.