Um mig

Ég heiti Hrund Jónsdóttir og er fædd árið 1984 í vesturbæ Reykjavíkur. Ég útskrifaðist með B.S. gráðu í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands 2009 og stunda nú meistaranám í Lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Meistararitgerð mín fjallar um upplifun mæðra á ungbarnasundi.

Áhugi minn á ungbarnasundi vaknaði eftir að ég átti dóttur mína í ágúst 2010. Ég fór með hana í ungbarnasund og það var ótrúlega skemmtilegur tími. Ég ákvað því að bæta við mig ungbarnasundsréttindum frá Busla vorið 2011. Ég hef kennt ungbarnasund frá því í nóvember 2011 og þegar ég eignaðist yngri dóttir mína í mars 2013 þá gat hún komið til mömmu sinnar í ungbarnasund sem var ótrúlega skemmtilegt.

Að vera ungbarnasundskennari er ótrúlega gefandi starf, það er fjölbreytt og skemmtilegt og ég fæ frábært tækifæri að fylgja börnum í þroska og leik. Það er ekki til skemmtilegra starf að mínu mati :)

Hlakka til að sjá ykkur,

bestu kveðjur,

Hrund Jónsdóttir