Ungbarnasund

Afhverju ungbarnasund

Ungbarnasund á að veita markvissa örvun og aðlögun í vatni fyrir börn á aldrinum núll til tveggja ára.

Ungbarnasund er ánægjuleg og skemmtileg samverustund foreldra og barns þar sem börnin geta hreyft sig á fjölbreyttari hátt en þau geta á landi.

Í ungbarnasundi er hægt að njóta samverunnar með barninu án þess að verða fyrir truflun frá umhverfinu og daglegu amstri.

Ungabarnasund á að veita barninu útrás fyrir hreyfiþörf sína.

Rannsóknir hafa sýnt að börn sem stunda ungbarnasund þroskast hraðar líkamlega, félagslega, vitsmunalega og tilfinningalega.